Fréttir

FYRSTA GÁMASKIPIÐ SÍÐAN 2004.

FYRSTA GÁMASKIPIÐ SÍÐAN 2004.

Í morgun lagðist að bryggju á Sauðárkróki flutningaskipið Pioneer Bay. Skipið er á vegum Samskipa og verður Sauðárkrókshöfn hluti af þjónustuneti þeirra. Hér verða settir í land 30 gámar. Síðasta kom gámaskip hingað sem var í reglulegum strandflutningum, í nóvember 2004.
Lesa meira

ÁBURÐUR 2013.

Í dag hófst losun á flutningaskipinu Wilson Cork sem er með 3.540 tonn af áburði og 800³ af timbri fyrir Kaupfélag Skagfirðinga. Í síðustu viku hófst grásleppuveiðin og hafa aflabrögð verið góð hjá Skagfirskum bátum. Ekki eru menn hressir með verðið en það á vonandi eftir að batna. Í 10 viku landaði Málmey 436 tonnum sem veiddust í Norskri lögsögu og Örvar landaði 231 tonni af heimamiðum. Klakkur landaði í síðustu viku um 130 tonnum og í dag landaði hann un 45 tonnum en það er vegna færri vinnudaga í frystihúsinu vegna páskahelgarinnar.
Lesa meira

Opnum tilboð fyrir flotbryggjur

Þann 7. febrúar síðastliðinn voru opnuð tilboð í flotbryggjur fyrir Sauðárkrókshöfn. Tilboð bárust frá 5 aðilum og voru eftirfarandi:
Lesa meira

Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169