Fréttir

NÝ SMÁBÁTAHÖFN.

Í gær var lokið uppsetningu á nýjum flotbryggjum fyrir minni báta. Eru þetta tvær bryggjur, önnur 80 metra löng með 7 fingrum fyrir 14 báta og hinsvegar 60 metra löng bryggja fyrir 34 báta.
Lesa meira

BOTNFESTUR SKRÚFAÐAR NIÐUR.

Sjálfsagt hafa margir verið að velta því fyrir sér hvað fiskiskipið Keilir sé að gera hér inni í höfninni upp í harða landi, með heljar mikinn búnað hangandi út yfir lunninguna. En verið er að skrúfa niður botnfestur fyrir væntanlegar flotbryggjur. Gengur það þokkalega, þó eru erfiðleikar við að skrúfa festurnar niður því mikill og þéttur jökulleir eða móberg gerir erfitt fyrir. En allt mun þetta hafast og einnig er ráðgert að byrja samsetningu á flotbryggjum um mánaðarmótin maí júní.
Lesa meira

Fréttir 19.apríl

Það sem af er apríl mánuði hefur verið frekar líflegt við höfnina á Sauðárkróki. Eins og áður hefur komið fram er skip frá Samskipum farið að venja komur sínar hingað og þann 17. apríl lestaði það 19 gáma af frosnum fiski og 4 gáma af steinull samtals ríflega 500 tonn.
Lesa meira

Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169