25.03.2013
Í dag hófst losun á flutningaskipinu Wilson Cork sem er með 3.540 tonn af áburði og 800³ af timbri fyrir Kaupfélag Skagfirðinga.
Í síðustu viku hófst grásleppuveiðin og hafa aflabrögð verið góð hjá Skagfirskum bátum. Ekki eru menn hressir með verðið en það á vonandi eftir að batna.
Í 10 viku landaði Málmey 436 tonnum sem veiddust í Norskri lögsögu og Örvar landaði 231 tonni af heimamiðum. Klakkur landaði í síðustu viku um 130 tonnum og í dag landaði hann un 45 tonnum en það er vegna færri vinnudaga í frystihúsinu vegna páskahelgarinnar.