Öryggismál

Hjá Sauðárkrókshöfn eru öryggismál í fyrirrúmi. Sauðárkrókshöfn uppfyllir hafnarreglugerð um öryggissmál. Á öllum masturshúsum er margskonar björgunarbúnaður, svo sem krókstjakar, bjarghringir, björgunarnet, björgunarbelti ofl. Lýsing er í bryggjustigum á flestum bryggjum og á flotbryggjum ná björgunarstigar vel niður í sjó. 

Sjófarendur og starfsmenn á hafnarsvæðum Sauðárkrókshafnar eiga því að vera nokkuð öryggir við störf sín.

Í reglugerð nr 580/2017 um hafnamál er að finna allar kröfur löggjafans um öryggismál í höfnum.

Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169