BOTNFESTUR SKRÚFAÐAR NIÐUR.

Sjálfsagt hafa margir verið að velta því fyrir sér hvað fiskiskipið Keilir sé að gera hér inni í höfninni upp í harða landi, með heljar mikinn búnað hangandi út yfir lunninguna.  En verið er að skrúfa niður botnfestur fyrir væntanlegar flotbryggjur.  Gengur það þokkalega, þó eru erfiðleikar við að skrúfa festurnar niður því mikill og þéttur jökulleir eða móberg gerir erfitt fyrir. En allt mun þetta hafast og einnig er ráðgert að byrja samsetningu á flotbryggjum um mánaðarmótin maí júní.


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169