NÝ SMÁBÁTAHÖFN.

Í gær var lokið uppsetningu á nýjum flotbryggjum fyrir minni báta. Eru þetta tvær bryggjur, önnur 80 metra löng með 7 fingrum fyrir 14 báta og hinsvegar 60 metra löng bryggja fyrir 34 báta.  Smá frágangur er eftir, svo sem læst gönguhlið, eftirlitsmyndavélar og fleyra smálegt.

Notkun er hafin á bryggjunum en forlega verða þær teknar í gagnið í lok mánaðarins.

Bryggjurnar sem keyptar eru af Króla ehf. í Garðabæ en framleiddar hjá Loftorku í Borgarnesi, eru ásamt 12 metra fingrum steinsteyptar en 6 og 8 metra fingur eru úr járni með flotholtum undir.

Um uppsetningu sáu Kristján Óli Hjaltason eigandi Króla ehf., ásamt Árna Sigurpálssyni, Björgvini Hreinssyni og Gunnari Jóhannssyni.

Því miður er ekki hægt að setja inn myndir að svo stöddu.


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169