Fréttir

Dráttarbáturinn kominn til Færeyja.

Dráttarbáturinn kominn til Færeyja.

Þetta potast hjá þeim. Dráttarbáturinn langþráði er lagstur við bryggju í Runavík í Færeyjum. Þar bíður hann betra veðurs áður en lagt verður upp í lokaáfanga heimsiglingarinnar. Spáin er óspennandi og ekki víst að komist af stað fyrr um miðja viku. Lagarfoss er rétt að klára en Skaftafellið hefur verið meira og minna í brælu og tefst um viku.
Lesa meira
Haust á höfninni

Haust á höfninni

Það hefur verið frekar rólegt á höfninni undanfarið. Hefðbundnar togaralandanir Drangeyjar og Málmeyjar auk fastagestanna Skaftafells og Lagarfoss. Selfoss er væntanlegur í fyrramálið og Silver Framnes á sunnudag. Onni og Lilja hafa aðeins róið og svo bræðurnir á Kalda og Hafborgu. Víðimelsbræður vinna að hafnarbótum og Steypustöðin undirbýr grunn að nýjum fiskmarkaði í Sandbúðum.
Lesa meira
Bætist í flotann

Bætist í flotann

Nýr og glæsilegur bátur bættist í flota FISK-seafood um daginn. Hann ber nafnið Lundey og umdæmisnúmerið SK-3.
Lesa meira

Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169