Fréttir

Yfirvélstjóri ráðinn til Skagafjarðarhafna

Yfirvélstjóri ráðinn til Skagafjarðarhafna

Á dögunum var ráðinn til Skagafjarðarhafna nýr yfirvélstjóri Ásgeir Már Andrésson. Ásgeir hefur lokið 4. stigs námi í vélstjórn og er með sveinspróf í húsasmíði og vélvirkjun. Einnig hefur Ásgeir lokið eftirtöldum kúrsum í háskóla: Hönnun skipa og skipatækni, Endurnýjanlegir orkugjafar Ásgeir er fæddur Skagfirðingur og hefur unnið Hjá Alcoa, VHE, Eltech ehf, DFFU, Samherja og Eimskip svo eitthvað sé nefnt. Bjóðum við Ásgeir velkomin til starfa.
Lesa meira
Dráttarbáturinn kominn til Færeyja.

Dráttarbáturinn kominn til Færeyja.

Þetta potast hjá þeim. Dráttarbáturinn langþráði er lagstur við bryggju í Runavík í Færeyjum. Þar bíður hann betra veðurs áður en lagt verður upp í lokaáfanga heimsiglingarinnar. Spáin er óspennandi og ekki víst að komist af stað fyrr um miðja viku. Lagarfoss er rétt að klára en Skaftafellið hefur verið meira og minna í brælu og tefst um viku.
Lesa meira
Haust á höfninni

Haust á höfninni

Það hefur verið frekar rólegt á höfninni undanfarið. Hefðbundnar togaralandanir Drangeyjar og Málmeyjar auk fastagestanna Skaftafells og Lagarfoss. Selfoss er væntanlegur í fyrramálið og Silver Framnes á sunnudag. Onni og Lilja hafa aðeins róið og svo bræðurnir á Kalda og Hafborgu. Víðimelsbræður vinna að hafnarbótum og Steypustöðin undirbýr grunn að nýjum fiskmarkaði í Sandbúðum.
Lesa meira

Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169