Ýmislegt framundan

Silver Dania kom með rækju.
Silver Dania kom með rækju.

Nú er vinna við nýtt deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið á lokametrunum. Þar kennir ýmissa grasa m.a. nýjar lóðir, gatnagerð, nýjir viðlegukantar o.fl.

Sunnudaginn s.l. losaði flutningaskipið Silver Dania góð 800 tonn af rækju fyrir Dögun. Skipið er 114m langt og það sýndi sig enn og aftur að Sauðárkrókshöfn þarf að stækka. Til stendur að fjarlægja litla grjótgarðinn (vörtuna) sem þrengir mjög að innsiglingu. Unnið er að útboðsgögnum. 

Þann 30. júní verða opnuð tilboð í dráttarbát.

Nú liggur eistneska seglskútan Admiral Bellinghausen við bryggju og bíður betra veðurs, en hún er á leið til Grænlands og þaðan til Svalbarða.

Drangey og Málmey eru komnar í sumarstopp og fara ekki af stað fyrr en um eða eftir mánaðarmótin júlí-ágúst.

Búið er að panta tvo nýja löndunarkrana sem ætlunin er að setja upp á Syðra-plani.

 


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169