Sauðárkrókshöfn.
Fyrstu sex mánuði þessa árs eru komin á land á Sauðárkróki 6.544,5 tonn af ferskum og frosnum sjávarafurðum. Þar af eru komin á land 2.538,9 tonn af frosnum afurðum og 118,4 tonn af handfærabátum sem er nánast allt vegna strandveiði. Þá er búið að skipa upp 680 tonnum af frosinni rækju úr Barentshafi.
Á sama tíma árið 2012 voru komin á land 6.068,8 tonn. Þar af voru 2.538,9 tonn af frosnum afurðum og 102 tonn af handfærabátum og er það sömuleiðist nánast allt vegna strandveiði. Rækja úr Barentshafi var 1.531 tonn.
Er þetta aukning á milli ára um 475,7 tonn af ferskum og frosnum afla, en samdráttur í frosinni rækju um 851 tonn.
Hofsóshöfn.
Á Hofsósi eru komin á land 240,5 tonn fyrstu sex mánuði þessa árs. Þar af eru 50,7 tonn af handfærabátum og er 41,3 tonn vegna strandveiði.
Á sama tíma árið 2012 voru komin á land 304,4 tonn. Þar af voru 56,8 tonn af handfærabátum og er 29,7 tonn vegna strandveiði.
Er þetta samdráttur milli ára um 63,9 tonn.
Strandflutningar.
Í byrjun apríl hófust „strandflutningar" að nýju eftir 9 ára hlé og hafa nú þegar verið flutt um 3.000 tonn frá Sauðárkrókshöfn með þeim skipum. Eru þetta skip frá Eimskip og Samskip sem hafa viðkomu hér á hálfsmánaðarfresti. Innflutningur er nánast á pari við síðastliðið ár, eða um 10.000 tonn.
Ný smábátahöfn.
Í júní var tekin í notkun ný aðstaða fyrir smábáta á Sauðárkróki og er óhætt að segja að um algjöra byltingu sé að ræða í aðstöðu fyrir útgerðarbáta af þessari stærð. Er mjög almenn ánægja með aðstöðuna hjá eigendum bátanna.