Vorið komið

Sauðárkrókshöfn 21.04.2021
Sauðárkrókshöfn 21.04.2021

Töluverð umferð hefur verið við Sauðárkrókshöfn að undanförnu. Skip Fisk Seafood ehf hafa verið að landa og Klakkur ÍS-903 hefur hafið komu sína aftur á Krókinn og er að veiða rækju fyrir Dögun ehf. Um síðast liðna helgi var gámaskipið Lagarfoss hér, í gær (20.04.2021) var gámaskipið Skaftafell við bryggju og fór í morgun. Þá kom Lifter með áburð fyrir Búvís og út á akkeri bíður flutningaskipið Wilson Cork með áburð fyrir Skeljung. Von er síðan á flutningaskipinu Wilson Porto með salt fyrir vegagerðina næstu nótt. Hjá smábátunum er búið að vera mokveiði af grásleppu þar sem af er vertíðinni. 

 

 


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169