Flýtilyklar
Fréttir
Enginn titill
Rækjuskipið Röst kom til hafnar í gær, en það hafði verið útbúið til makrílveiða í byrjun mánaðarins. Gekk makrílveiðin mjög vel hjá þeim á Röstinni en heildaraflinn varð 163 tonn í 8 veiðiferðum. Var aflanum landað í Keflavík og Grindavík. Er nú verið að græja skipið til rækjuveiða, en skipið fékk úthlutað rúmlega 29 tonnum af Eldeyjarrækju.
Lesa meira
Enginn titill
Í morgun kom Röst SK-17 til hafnar með um 17 tonn af ferskri rækju sem unnin verður hjá Dögun rækjuvinnslu. Er skipið ný afskverað og fjarska fallegt.
Þá kom Nökkvi ÞH-27 einnig inn til löndunar með um 8 tonn af ferskri rækju sem unnin verður hjá FISK Seafood á Grundarfirði.
Bæði skipin munu liggja fram yfir helgi.
Þá er Klakkur SK-5 væntanlegur fyrir helgi til löndunar, ekki vitað með Málmey SK-1 enn sem komið er.
Lesa meira