30.06.2014
Á laugardag kom Klakkur SK-5 inn eftir þriggja sólahringa veiðiferð með um 120 tonn af þorski. Er landað úr honum í dag ásamt rækjuskipunum Farsæli SH-30 og Röst SK-17. Þá kom Málmey SK-1 inn um hádegisbil með um 15.500 kassa af frosnum afurðum.