Unnið við dýpkun 22. janúar 2013

Fyrir jól hófust framkvæmdir við nýja smábátahöfn.  Er nú unnið á fullu við dýpkun á svæðinu og eru notaðar tvær gröfur til að flytja efnið upp á land.

Síðast liðinn sunnudag var auglýst útboð á flotbryggjum fyrir höfnina, en þar er um að ræða 120 metra af flotbryggjum og 25 fingur ásamt öllum frágangi. Um miðjan júní er áætlað að bryggjurnar verði tilbúnar til notkunar.


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169