02.01.2014
Togarar FISK-Seafood sem gerðir eru út frá Sauðárkróki héldu til veiða í nótt og um hádegisbil. Klakkur fór fyrstur í nótt upp úr miðnætti. Þá fór Málmey um tólf leitið og Örvar fór síðastur í trúlega sína síðustu veiðiferð fyrir FISK-Seafood upp úr klukkan tvö.
Fyrsta löndun hjá Klakk á Sauðárkróki verður trúlega 13. janúar.