31.08.2014
Á Sauðárkróki lönduðu 12 bátar með leyfi til strandveiða. Skiluðu þeir á land 172,5 tonnum í 302 veiðiferðum. Meðaltal var 571,4 kíló í róðri. Aflahæstur var Kristín SK-77, sknr. 7718. Kom hann með 27,6 tonn í 40 róðrum eða 689 kíló að jafnaði.
Á Hofsósi lönduðu 8 bátar með leyfi til strandveiða, tveir heimabátar og 6 aðkomubátar sem lönduðu af og til yfir veiðitímabilið. 85,9 tonn komu þar á land í 154 veiðiferðum eða 557,8 kíló að jafnaði í veiðiferð. Aflahæstur var Skáley SK-32, sknr. 7220. Kom hann með 25,8 tonn í 39 róðrum eða 661 kíló að jafnaði í róðri.