07.05.2014
Er Stefán Valdimarsson á Vin SK-22 var að draga síðustu grásleppunetin úr sjó í nótt kom upp fiskur er ekki sést oft á höfninni. Er þetta trúlega Sandhverfa (fræðiheiti:Scophthalmus maximus) , vel væn. Mældist hún 54 sentimetrar á lengd, 52 sentimetrar á breidd og þykktin var 6 sentimetrar. Vóg hún 3,5 kíló á löggiltri vog. Er þetta víst dásemdar matur og fer kílóið frá 300,00 upp í 5000,00 krónur á mörkuðum.