20.12.2013
Í dag er verið að landa úr Málmey SK-1 um það bil 6.700 kössum, en áður hafði verið landað um 11.900 kössum af frosnum afurðum til að létta aðeins á þar sem skipið var orðið fullt og túr ekki lokið. Á mánudag var landað 95 tonnum úr Klakk SK-5, þar af voru tæp 76 tonn þorskur fyrir landvinnslu FISK Seafood. Örvar er á leið til land með um 7.575 kassa, mest grálúðu eða 4.255 kassa.
Munu Málmey og Örvar liggja fram yfir áramót, en Klakkur fer til veiða milli jóla og nýárs.
Starfsmenn Hafnarsjóðs Skagafjarðar óskar öllum þeim er leggja leið sína á heimasíðuna Gleðilegrar hátíðar.