14.06.2015
Flutningaskipið Green Frost var hér í dag og affermdi um 700 tonn af frosinni rækju fyrir Dögun.
Á föstudag var flutningaskipið Samskip Hoffell hér og lestaði gáma með frosnum afurðum, saltaðar gærur og steinull. Flutningaskipið Samskip Skaftafell er svo væntanleg á þriðjudag með tóma frystigáma.