04.03.2014
Þegar flutningaskipið Samskip Akrafell var að leggjast að bryggju síðastliðinn föstudag vildi það óhapp til að perustefni skipsins rakst frekar harkalega í bryggjuþilið. Dældaðist þilið talsvert við þetta ásamt því að steypuþekjan brotnaði á smá kafla.
Einnig dældaðist stefni skipsins.