23.06.2015
Ráðinn hefur verið hafnarvörður, Einar Ágúst Gíslason, hjá Hafnarsjóði Skagafjarðar og hóf hann störf í gær. Mun hann síðan taka við starfi yfirhafnarvarðar 1. október næstkomandi en þá lætur núverandi yfirhafnarvörður af störfum eftir rúmlega 16 ára starf.
Er Einar boðinn velkominn til starfa.