Ný heimasíða.

Nýlega var opnuð ný heimasíða fyrir Hafnarsjóð.  Eldri síða var orðin frekar erfið í notkun, einnig var verið að samræma síður hinna ýmsu stofnanna.  Er von um að fréttir birtist hér ef og þegar eitthvað fréttnæmt gerist.

Í gær landaði Klakkur SK-5 um 100 tonnum af þorski til vinnslu í frystihúsi FISK Seafood og um 8 tonnum af öðrum tegundum sem fór á markað.  Í nótt er flutningaskipið Samskip Akrafell væntanlegt og mun taka hér um 30 40´ gáma og skipa upp svipuðu magni.

Frá 3. apríl þegar strandsiglingar Eimskip og Samskip hófust hafa um 5.000 tonn af ýmsum afurðum, eðlilega þó mest af frosnum sjávarafurðum, farið frá Sauðárkrókshöfn.


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169