Mikil umferð í vikunni

Silver Framnes, nánast undir trillukrananum.
Silver Framnes, nánast undir trillukrananum.

Á höfninni hefur verið óvenjumikil umferð miðað við árstíma. Sunnudaginn s.l. kom Drangey til löndunar og Málmey daginn eftir. Aðfaranótt miðvikudags kom gámaskipið Skógafoss og um morguninn landaði Silver Framnes 800 tonnum af rækju í Dögun. Þegar Framnesið fór kom Samskip Glacier með 350 tonn af salti fyrir FISK og mjólkursamlagið. Um kvöldið bættist Skaftafellið við, með gáma og um nóttina kom Arnar til löndunar með tæplega 20 þúsund kassa. Í gær landaði Brim-togarinn Helga María og svo Drangeyjan núna í morgunn.


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169