15.04.2014
Í dag er verið að skipa upp áburði úr flutningaskipinu Wilson Narvik. Er þetta eitt stærsta skip er komið hefur til Sauðárkrókshafnar eftir að Suðurgarður var byggður. Skipið er 123 metra langt og 6.118 brúttó tonn. Djúprista skipsins er um 8 metrar svo lítið er eftir til botns á há fjöru. En allt fór vel þó tíma tæki að koma skipinu að bryggju.