31.08.2015
Í dag er verið að landa úr Málmey um það bil 155 tonnum af ferskum fiski. Mest er af þorski 109 tonn, 17 tonn af ufsa, 12 tonn af ýsu og 10 tonn af karfa. Einnig er um það bil 6 tonn af lifur.
Klakkur landaði fyrir helgi um 70 tonnum af þorski og smáræði af öðrum tegundum sem fór á markað.
Flutningaskipið Wilson Algeciras var hér á dögunum með salt fyrir Sjávarleður, þá var Sunna í nótt með salt fyrir FISK Seafood og í dag er Framnes með frosna rækju úr norðurhöfum Fyrir Dögun.
Farsæll verður síðan inni í kvöld og slær botninn í kvótaárið hjá sér.