09.09.2014
Botnvörpungurinn Málmey SK-1 hélt af stað til Pólands upp úr hádeginu í dag. Nánar tiltekið til Gdansk, en þar munu fara fram gagngerar breytingar á skipinu. Áætlað er að breytingarnar taki um tvo mánuði. Mun skipið svo stinga við stafni á Akranesi á leið til heimahafnar eftir breytingarnar og verður sett í skipið þar nýr búnaður á vinnsludekkið. Mun skipið svo fara til veiða á nýju ári.