Málmey hættir á frystingu.

Frystitogarinn Málmey kom inn í morgun með 12.000 kassa af frosnum afurðum.  Uppistaðan í aflanum er  5.900 kassar grálúða, um 153 tonn og 4.000 kassar gullkarfi, um 84 tonn.  Er þetta síðasta löndun að sinni, þar sem skipið fer til Pólands og þar verður því umbreytt í ísfisktogara. Ætti skipið að verða tilbúið til veiða upp úr áramótum.


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169