12.08.2015
Bæði Málmey og Klakkur hafa verið á makrílveiðum í sumar. Klakkur landaði 80 tonnum 20. júlí og í dag er verið að landa svipuðu magni. Málmey landaði 168 tonnum 21. júlí, og 169 tonnum 9. ágúst. Málmey er svo til löndunar á morgun með 120 tonn. Flutningaskip er svo væntanlegt á föstudag með frosna rækju fyrir Dögun.