01.06.2015
Í dag er verið að landa úr Málmey SK-1 eftir þrjá daga að veiðum. Skipið er með um 145 tonn af þorski, 13 tonn af ufsa og smáræði af öðrum tegundum sem fara á markað. Þá er einnig 7 tonn af þorsk lifur.
Á morgun er flutningaskipið Haukur væntanlegt með skeljasand fyrir Steinull hf.