Löndun úr Málmey.

Í dag er verið að skipa upp úr Málmey SK- 1 um það bil 14.600 kössum af frosnum afurðum. Uppistaðan í aflanum er heilfrosinn karfi, en einnig er grálúða og þorskur góður partur af aflanum.

Í morgun var skipað upp um 15 tonnum af rækju af togaranum Nökkva ÞH-27. Fer hún til vinnslu á Grundarfirði.

Nokkrir grásleppubátar hafa haldið til veiða. Mikil þorskgengd er þeim til óþurfar þar sem kvótaeign þessara báta er yfirleitt af skornum skammti. Hafa þeir þurft að leigja til sín kvóta svo allt sé nú eftir settum reglum. Er þetta nýgenginn bolta þorskur, meðlaþyngd um 10 kíló. Fer hann á Fiskmarkað eða til vinnslu hjá FISK Seafood.


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169