07.12.2014
Í dag er verið að landa úr Klakk SK-5 um 115 tonnum af þorski eftir 5 daga veiðiferð. Afbragðs aflabrögð hafa verið á Vestfjarðamiðum síðustu vikur og hafa Farsæll og Klakkur verið fljótir að fylla sig. Er Farsæll SH-30 búinn að landa til vinnslu hjá FISK Seafood um 620 tonnum og Klakkur SK-5 um 1.555 tonnum af þorski á nýju fiskveiðiári sem hófst 1. september.
Málmey SK-1 er á leið til Íslands, eftir gagngerar breytingar í Gdansk í Póllandi, en er nú við bryggju í Færeyjum. Eitthvað hefur þeim seinkað en áætlunin var að vera á Akranesi á morgun mánudag 8. desember.