Líflegur september

Gummi á Onna er seigur.
Gummi á Onna er seigur.

Skipakomur hafa verið allmargar í september, sem er kærkomið eftir frekar rólegt sumar.

Gámaskipin Hoffell og Selfoss koma hingað reglulega, samkvæmt áætlun og heimatogararnir Drangey og Málmey eru komnir af stað. Akurey og Helga María hafa landað allnokkrum sinnum og línuskipið Fjölnir. Minni línubátar eins og Bíldsey og Særif eru farnir að fiska vel innan fjarðar og landa ýmist á Króknum eða Hofsósi.

Í gær kom Silver Pearl með 700 tonn af rækju til vinnslu í Dögun. Dragnótabáturinn Onni landaði 19 tonnum, Særif 14 tonnum og Akurey landaði í nótt 113 tonnum.

Í dag er verið að landa úr Málmey og Fjölni og Helga María er væntanleg í kvöld.

Mikið hefur verið hreinsað og tekið til á hafnarsvæðinu og margir sem eiga hrós skilið fyrir það. Húsnæði FISK hefur verið málað frá toppi til táar og stórt plan verið malbikað norðan við frystihúsið og von á meiru.

Gömlu olíugeymarnir voru fluttir vestur á firði í síðasta mánuði og verða notaðir þar undir meltu. Nú er verið að snyrta til á svæðinu þar sem þeir stóðu.


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169