Líflegt á Sauðárkrókshöfn.

Það er þó nokkuð umleikis á höfninni í dag. Verið er að landa úr Klakk SK-5 og Farsæli SH-30. Klakkur með 116 tonn af þorski og 5,5 tonn af ufsa. Farsæll með ca. 26 tonn af þorski og 4,5 tonn af ufsa. Þá bíður Málmey eftir löndun.

Flutningaskipið Framnes kom í morgun með 850 tonn af frosinni rækju fyrir Dögun og FISK-Seafood á Grundarfirði.


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169