Landanir í janúar 2013

Í janúarmánuði var landað 803,4 tonnum af ferskum og frosnum afurðum á Sauðárkróki.  Þar af landaði Klakkur SK-5 samtals 479 tonnum af ísuðum fiski og Málmey SK-1 316 tonnum af frosnum afurðum.

Þá landaði Hafborg SK-54 um 7,5 tonnum í 12 löndunum og Hafey SK-10 rúmum 800 kílóum.

Á Hofsósi var landað samtals 36,7 tonnum í janúar.  Geisli SK-66 var með 8,8 tonn, Ásmundur SK-123 var með 9,8 tonn, Þorgrímur SK-27 var með 6,3 tonn og Skáley SK-32 var með 11,8 tonn.

Framkvæmdir við nýju smábátaaðstöðuna eru í fullum gangi. Farið er að móta fyrir endanlegri strandlínu þar sem landstöplar flotbryggjanna verða, og í dag verða opnuð tilboð í flotbryggjurnar sjálfar.


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169