03.02.2015
Á dögunum barst okkur mynd af gömlum bát í uppsátri trúlega á móts við þar sem Dögun rækjuvinnsla er núna. Sendandi myndarinnar er Gísli Jóhann Sigurðsson og telur hann bátinn hafa verið í eigu afa síns Gísla S. Sigurðssonar (Helgafelli, eða Aðalgötu 27). Ef svo er þá hét þessi bátur Gylfi. Annar bátur kemur einnig til greina og er hann að grúska í gömlum myndum sem hann er með og verður vonandi einhvers vísari.