05.05.2015
Flutningaskipið BBC Scotland var hér í fyrradag með 1.200 tonn af áburði sem átti að skipa upp á Hvammstanga. Skipstjórinn treysti sér ekki til að leggjast að bryggju þar og var þá nærtækast að fara á Sauðárkrók. Er því búið að skipa upp hér um 6.670 tonnum af áburði og um 550 tonnum af salti nú í vor.