Löndun Málmey.

Málmey SK-1.
Málmey SK-1.

Málmey kom inn til löndunar í fyrradag með 80 tonn af þorski og 33 tonn af ufsa fyrir fiskvinnsluna hjá FISK Seafood og 27 tonn af ýsu sem fór á markað. Smáræði var af öðrum tegundum.

Klakkur er til löndunar um hádegisbil á morgun.

Á laugardag er væntanlegt flutningaskipið Wilson Corpach með áburð fyrir Fóðurblönduna og timbur fyrir K.S.


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169