Allir togarar inni.

Allir togarar FISK-Seafood eru inni í dag.  Klakkur SK-5 kom inn til löndunar í gær með um 120 tonn af þorski og smáræði af öðrum tegundum. Klakkur fer til veiða í dag.  Málmey SK-1 kom einnig inn í gær með fulla lest, eða um 18.000 kassa.  Helmingur aflans eða um 215 tonn er karfi, þá er um 75 tonn þorskur, 45 tonn ufsi og 32 tonn ýsa.  Minna er af öðrum tegundum.  Þá kom Örvar SK-2 inn í nótt og hófs löndun úr honum í morgun.  Hann er með um 10.600 kassa, mest grálúða eða um 140 tonn, 36 tonn rækja og 30 tonn þorskur.

Samskip Akrafell er svo væntanlegt á morgun.


Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169