Mikill flutningur á áburði með bílum er nú frá Sauðárkrókshöfn. Eru það þrír aðilar sem flytja áburð til bænda, K.S., Skeljungur og S.S. Er þetta samtals tæp 5.600 tonn sem fara um höfnina.