Umhverfismál

Sauðárkrókshöfn leggur metnað sinn í að sinna mengunarvörnum eins og kostur er hverju sinni. 

Hafnir landsins starfa eftir ýmsum lögum og reglugerðum, þar á meðal lögum og reglugerðum um umhverfismál og varnir gegn mengun.

Við Skagafjarðarhafnir er starfrækt viðbragðáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarsvæðis.

Hægt er að að skoða lög og reglugerðir um umhverfismál á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is

Á hafnir eru lagðar ýmsar kvaðir um eftirlit með mengunarvörnum og eru þær að finna í framangreindum reglugerðum.

Ber viðskiptavinum hafnarinnar og notendum hafnarsvæða að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum hafnarstjóra og starfsmanna hafnarinnar, t.d. er óheimilt að sandblása og sprautumála skip við hafnarbakka án samráðs við hafnarstjóra.

Við Skagafjarðarhafnir er áætlun hafnar um móttöku og meðhöndlun sorps að finna á eftirfarandi linkum: Sauðárkrókur, Hofsós

Mengandi efni er óheimilt að setja á hafnarsvæðið án sama samráðs.

Olíumenguðum úrgangi skal skilað og fargað á viðurkenndan hátt og svo má áfram telja.

Hafnarstjóri skal grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að verjast mengun og gerir það á ábyrgð og kostnað mengunarvalds.

Aðalatriðið er að allir hagsmunaaðilar hafnarinnar standi saman um að fyrirbyggja mengun við og á hafnarsvæðinu.

 

Svæði

Sveitarfélagið Skagafjörður    |   hofnin@skagafjordur.is   |   Sími (+354) 453 5169